Andrea Elín Vilhjálmsdóttir starfar sem sviðshöfundur, dramatúrg, leikstjóri, listrænn stjórnandi og flytjandi í atvinnuleikhúsi og sjálfstæðu sviðslistasenunni á Íslandi.
Hún stofnaði sviðslistahátíðina Plöntutíð haustið 2020 og er jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Andrea hefur tekið að sér stundakennslu við LHÍ og flutt erindi á ráðsetfenum. Hún hefur komið að vinnustofum sem listrænn ráðgjafi og setið residensíur sem starfandi listamaður. Andrea er partur af sviðslistahópnum Trigger Warning og við og við setur hún upp ýmsa gjörninga, örverk og sýningar undir formerkjum sviðslistahópsins Fléttan.
Andrea hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016 og BA gráðu frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands 2014.
​
+354 866 5429