Andrea Elín Vilhjálmsdóttir hlaut BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2016 og BA gráðu frá þjóðfræðideild Háskóla Íslands 2014. Hún hefur komið að fjölda uppsetninga í sjálfstæðu sviðslistasenunni sem leikstjóri, dramatúrg, sýningarstjóri og flytjandi.  Ber þá helst að nefna Velkomin heim í Þjóðleikhúsinu, Hún Pabbi í Borgarleikhúsinu, Illsku í uppsetningu Óskabarna ógæfunnar í Borgarleikhúsinu, barnaleikritið HVÍTT í Listasafni Reykjavíkur, Andaðu í Iðnó, My House á Sólvallagötu og SAD-Infected with darkness á Vetrarhátíð. Auk þess hefur hún aðstoðað listamanninn Franko B með vinnustofu í MA námi sviðslistadeildar LHÍ og komið að vinnustofum sem listrænn ráðgjafi, má þá helst nefna vinnustofuna We and Us á Cycle Music and Art Festival í Kópavogi og Saga á Eyrarbakka. Síðastliðin tvö ár hefur Andrea sett upp ýmsa gjörninga, örverk og sýningar undir formerkjum sviðslistahópsins Fléttan.

Hafa samband

+354 866 5429

Fylgjast með

Menntun

2013-16

BA Sviðshöfundabraut - Listaháskóla Íslands

2009-14

BA Þjóðfræði - Háskóli Íslands

Leikstjóri og höfundur

2019

Velkomin heim

Framleitt af Trigger Warning í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Syrkt af Leiklistarráði.

2016

Madhvít

Lokaverk á sviðshöfundabraut frá Listaháskóla Íslands. Sýnt í Tjarnarbíó.

Dramatúrg

2020

9 Líf

Höfundur og leikstjóri Ólafur Egill Egilsson. Frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

2017

Hún pabbi

Framleitt af Trigger Warning í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Styrkt af Leiklistarráði.

2017

My House

Mastersverkefni Hrefnu Lindar Lárusdóttur frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands.

Aðstoðarleikstjóri

2019

ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Frumsýnt í Kassanum Þjóðleikhúsinu.

2015

Birtingur

Í uppsetningu Fúríu leikfélags Kvennaskóla Reykjavíkur.

Performer

2018

Tími til að segja bless

Lokaverk Lóu Bjarkar Björnsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands.

2016

Illska

Í uppsetningu Óskabarna Ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Styrkt af Leiklistarráði.

Sýningarstýra

2017

Andaðu

Í uppsetningu Leikfélagsins fjúgandi fiskar. Sýnt í Iðnó.

2014

SAD infected with darkness á Vetrarhátíð.

Vinnustofur

2019

Kveikjur - Vinnustofa á vegum sviðslistahátíðarinnar Lókal.

Þátttakandi.

2018

SAGA - Alþjóðlegt listavinnusetur á Eyrarbakka.

Samframleiðandi

2017

Time, Space, Nothing með Franko B.

Vinnusmiða fyrir meistaranema í sviðslistum í Listaháskóla Íslands.

Aðstoðarmaður kennara.

2017

We and Us

Alþjóðleg vinnustofa á Cycle Music and Art Festival í Gerðarsafni Kópavogi.

Listrænn ráðgjafi.

2014

Reitir - Þverfagleg vinnustofa á Siglufirði

​Þátttakandi.

​Ráðstefnur & málþing

2017

Hugarflug ráðstefna Listaháskóla Íslands um rannsóknir á fræðasviði lista. Sviðslistahópurinn M með erindi undir yfirskriftinni: Madhvít – Hvers vegna sagan af Mjallhvíti varð að níu tíma löngu sviðslistaverki.

2010

Að grína í samfélagið málþing á vegum Þjóðfræðistofu í Hafnarborg menningar og listamiðstöðvar í Hafnarfirði. Erindi um rannsóknir á trúðum og húmor.

2010

Húmorþing á vegum Þjóðfræðistofu. Hólmavík. Erindi um rannsóknir á trúðum og húmor.

Félagsstörf

2009-

Stjórnarmeðlimur. Félag um Vipassana innsæishugleiðslu á Íslandi.

Félagið hefur haldið utan um hugleiðslukvöld einu sinni í viku á vetrartímanum frá stofnun auk þess að skipuleggja kyrrðarvökur í Oddstofu með erlendum gestakennurum.

2015-16

Stofnandi og listrænn stjórnandi Mótíf sviðslistahátíðar sviðslistanema LHÍ.

2014-15

Nemendaráð Listaháskóla Íslands.

2010-12

Stofnandi og meðlimur Skrökvu. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

 © 2019 by Andrea Vilhjálms.

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Instagram Icon
  • Grey Vimeo Icon