top of page
_A8A7394.jpg

Saga hins blóði drifna, skoska konungs Macbeths var fyrst sett á svið fyrir meira en fjögur hundruð árum en galdurinn við bestu verk Williams Shakespeare er að viðfangsefnið er eilíft og talar sífellt inn í samtímann; Líf ungs hermanns breytist þegar hann heyrir spádóm um að hann verði konungur. Mun spádómurinn rætast sjálfkrafa - eða er öruggara að Macbeth hjálpi til? Metnaður breytist í valdasýki, ofbeldi getur af sér ofbeldi og ofbeldi breytir manneskjum til frambúðar, þeim sem verða fyrir því jafnt þeim sem beita því.

En hvar liggja rætur ofbeldisins, hver er uppsprettan og hvernig breiðist það út? Getur eitt ofbeldisverk orðið að stríði? Leikstjórinn, hin litháíska Uršulė Barto er rísandi stjarna í leikhúsheimi Evrópu og kemur hingað með bæði nýja strauma og sterka hefð í farteskinu og tekst á við þetta stysta en mögulega magnaðasta verk Shakespeare ásamt einvala liði leikara og listrænna stjórnenda.

 

Macbeth var hátíðarsýning Leikfélags Reykjavíkur. 

2023

Leikstjórn: Uršulė Barto

Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Leikmynd: Milla Clarke

Búningar: Liucija Kvašytė

Lýsing: Pálmi Jónsson

Tónlist: Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson

Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson
Sýningarstjórn: Halla Káradóttir

Leikarar: 

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sólveig Arnarsdóttir

Sigurður Þór Óskarsson

Björn Stefánsson

Haraldur Ari Stefánsson

Sólveig Guðmundsdóttir

Árni Þór Lárusson

Bergur Þór Ingólfsson

Rakel Ýr Stefánsdóttir

Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Esther Talía Casey

Ásthildur Úa Sigurðardóttir

Sölvi Dýrfjörð

bottom of page