top of page
1688751028-screenshot-2023-07-05-at-12-33-15.webp

Stroke er frumsamið samsköpunar heimildarleikhús eftir Virginiu Gillard, Sæmund Andrésson og sviðslistahópinn Trigger Warning. 

Þegar Virginia vaknaði eftir heilablóðfall líktist það atriði úr trúðaleikriti. Verk- og málstol gerði hana að fanga í eigin líkama og hinar hversdagslegustu gjörðir urðu þrautabraut. Áfallið breytti öllu í lífi Virginiu og upplifunin af heilablóðfallinu hefur reynst erfitt að útskýra.

Fyrir áfallið starfaði Virginia í áraraðir sem atvinnutrúður á sjúkrahúsum í Skotlandi með langveikum börnum og fólki með elliglöp. Núna situr hún hinumegin við borðið og veit hreinlega ekki hvort hún eigi að gráta eða hlægja að fáránleikanum. Í verkinu miðlar Virginia, sem trúðurinn Cookie, upplifun sinni af heilablóðfallinu og endurhæfingarferlinu. Með henni á sviðinu er sviðshandatrúður sem leikinn er af eiginmanni Virginiu en samskipti tvíeykisins gefur innsýn inn í sannan bandamann í veikindum.

Í gegnum blöndu af líkamlegu leikhúsi, áhrifamikilli frásagnalist og sjónrænum þáttum, býður Stroke upp á einstaka sýn á fötlun og seiglu. Með tilfinningalegri dýpt og skapandi nálgun nær sýningin að hjartarótum áhorfenda og það hefur sýnt sig að umfjöllunarefnið í Stroke talar djúpt til þeirra sem hafa upplifað heilablóðfall og aðstandenda þeirra.

2023

Samsköpunarverk Virginiu Gillard, Sæmundar Andréssonar og Trigger Warning.

​Frumsýnt í Tjarnarbíó

Leikstjórn: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir & Kara Hergils

Leikmynd & búningar: Brynja Björnsdóttir

Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Tæknistjóri: Kristín Waage.

Aðstoðarmaður í hljóði: Valgerður Embla Grétarsdóttir

Starfsnemi: Olga Maggý Winther.

⭐ ⭐ ⭐ ⭐ 

Heimildin, Sigríður Jónsdóttir

​​

Ef ég gæti hvatt alla á Íslandi til að fara á bara eitt verk í leikhúsi í ár, þá yrði Stroke hiklaust fyrir valinu.

Lestarklefinn

Sjöfn Asare

við þurfum ekki að laga fólkið okkar sem passar ekki inn í strangar kröfur samfélagsins heldur getum við verið styðjandi afl til að laga aðstæðurnar fyrir þau. Virginia í hlutverki Cookie er bráðfyndin. Hún nær að nota húmor handan tungumálsins og með svipbrigðum, tónfalli og viðbrögðum kitla hláturtaugarnar listilega. Hún nær einnig tengingu við hjartarætur áhorfenda. Ekki aðeins með magnaðri sögu sinni heldur einnig með djúpri leiktjáningu og sterkri vinnu með tragikómík.

[...]

Með einstakri næmni gagnvart efniviðnum, valdi á tækninni og virðingu fyrir manneskjunni ná þær Andrea og Kara að gefa verkinu fítonskraft og nota sögu Virginiu til að afhjúpa takmörk samfélagsins.

Víðsjá á Rás 1 Ríkisútvarpsins

Eva Halldórsdóttir
 

bottom of page