top of page

The theory and practice of dramatic composition.

Sýningardramatúrgar starfa náið með leikstjórum einstakra sýninga við undirbúning og á æfingatímanum. Dramatúrginn safnar ýmsu efni sem nýst getur við undirbúning sýningarinnar og miðlar því til leikstjóra og annarra listamanna sem starfa við sýninguna. Dramatúrg og leikstjóri móta í sameiningu þá leið sem fara á í sviðsetningu leikritsins. Á æfingatímabilinu er dramatúrginn svo leikstjóranum til ráðgjafar. Tilhögun samstarfs dramatúrgs og leikstjóra ræðst þó fyrst og fremst af einstaklingunum, það er að segja því hvernig tiltekinn dramatúrg og leikstjóri kjósa að vinna saman. Til eru mörg dæmi þess að dramatúrg og leikstjóri starfi saman um lengri tíma að ólíkum leiksýningum, og þá oft við ólík leikhús“ 

- Melkorka Tekla Ólafsdóttir

Vísindavefurinn, 11. ágúst 2000.

bottom of page