top of page
12698252_656346801172579_474753704082648

2016-2017

​

â€‹Í uppsetningu Óskabarna ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið.

 

Höfundur: Óskabörn ógæfunnar & Eiríkur Örn Norðdahl

Leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson

Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson

Aukaleikarar: Andea Elín Vilhjálmsdóttir, Embla Huld Þorleifsdóttir, Fannar Arnarsson, Hildur Ýr Jónsdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Telma Huld Jóhannesdóttir og Vilhelm Neto.

Aðstoðarleikstjóri: Pétur Ármannsson

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir

Búningar: Jör - Guðmundur Jörundsson

Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Vídeó: Frosti Jón Runólfsson
Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson

Danshöfundur: Brogan Davison

Agnes er ástfangin af Ómari sem er ástfanginn af Agnesi sem er ástfangin af Arnóri sem er ísfirskur nýnasisti. Illska er ástarsaga úr Íslandi nútímans. Hárbeitt ádeila á stefnur og strauma í íslensku þjóðfélagi og veltir upp spurningum sem erfitt er að spyrja, og enn erfiðara að svara.

 

Getum við setið hjá á meðan heimurinn breytist? Verðum við að gæta bræðra okkar og systra? Erum við að sofna á verðinum? Hvað verður um þrjú hundruð þúsund manna þjóð ef landamærin opnast og við dembum okkur á bólakaf í fjölmenningarþjóðfélag 21. aldarinnar? Lifir íslensk menning, þjóð og tunga það af?

bottom of page