top of page

2018-19

Krakkaveldi hefur haldið tvo opna fundi sem mér hlotnaðist sá heiður að dramatúrga. Fyrsti var haldinn 1.maí 2018 og annar 24.nóvember 2019 á Reykjavík Dance Festival.

Krakkaveldi 2019: Amelía, Ástrós, Birta, Brynja, Eldlilja, Elín, Leifur, Magnús, Mía, Ronja, Saga.

Krakkaveldi 2018:

Upphafskona og leikstjóri: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir.

Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Leikmynd 2019: Hallveig Kristín Eiríksdóttir

Grafík: Gréta Þorkelsdóttir

​Krakkaveldi eru samtök barna sem vilja breyta heiminum til hins betra. Krakkaveldi er langþreytt á hvað heimurinn breytist hægt og að ekki sé tekið mark á krökkum sem vilja betri heim!
Allir krakkar sem vilja mega vera með í hreyfingu Krakkaveldis. 

Saman geta krakkar gert hvað sem er!
Allar ræður, aðgerðir og atriði eru samin og ákveðin af krökkum, með skipulagshjálp frá fullorðnum stuðningsmönnum þeirra.

Úr ræðu frá fundi Krakkaveldis 24.nóvember 2019:

Krakkaveldi eru samtök krakka sem vilja breyta heiminum. Ef við myndum ráða og vera með kosningarétt þá væri helmingi minni mengun, það væri minna af fólki sem trúir ekki á loftlagsvandamál og hendir plasti. Það væri WI-FI allstaðar, það myndi ekki kosta eins mikið að fara í skemmtigarða, það væru til rafmagnsflugvélar og það væri ódýrara að fara til útlanda. Fólk myndi ekki kaupa jafn mikið af óþarfa hlutum, nammi væri hollt og það væru nammidagar alla daga. 

Það mætti vaka lengi og spila körfubolta á nóttunni. Ef fólk bryti lög væri refsingin að henda þeim í lífræna ruslið. Ísland væri fyrir alla. Nammi væri hollt. Jörðin væri í góðum höndum. Það væri frítt í strætó og ókeypis ís! Það væru sömu réttindi fyrir fatlaða. Ekkert stríð!!! Ókeypis föt. Við myndum halda barnaball. Við myndum hjálpa dýrum í útrýmingarhættu. Það væri til barnalandslið krakka í íþróttum. Enginn peningur, svo ekkert kostar neitt. Allt frítt. 
Friður á jörðu!

bottom of page