top of page
Screen Shot 2015-12-04 at 15.40.40.png

2015

Litla hafmeyjan var einskalingsverkefni á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Verkið var sýnt á Te og Kaffi á Lækjartorgi og var verkið einkasýning svo sætafjöldi takmarkaðist við eitt sæti. Í auglýsingu fyrir sýninguna var tekið fram að hún væri aðeins ætluð þeim sem hafa ekki lent í lífsógn og telja sig búa við öryggi. Jafnframt var fólk minnt á að það átti möguleika á að upplifa töfrastund sem gleymist seint.

Höfundur og leikstjórn: Andrea Elín VIlhjálmsdóttir

Meðhöfundur og leikkona: Salome R. Gunnarsdóttir

Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Hljóðmynd: Hreiðar Már Árnason

Litla hafmeyjan er verk sem tekst á við hverfuleika lífsins. Hugmyndin að verkinu er að vinna með ævintýraminni og rannsaka hafmeyjuna í nútímanum, hvar hún er og hvað hún er að gera. Líf okkar á jörðinni er hverfult og í huga Litlu hafmeyjunnar, að þessu sinni, er mannkyninu ofaukið á jörðinni. Vandamálið við umhverfisspillingu mannsins er ekki hvernig einstaklingurinn kemur fram við náttúruna með hverstagsbundnum venjum sínum heldur er fjöldi manna einfaldlega vandamálið. Þessu vill hún breyta. Hafmeyjunnar eina lasun við þessum vanda er því að fækka fólki með afdráttalausum aðgerðum en fyrst vil hún hitta þig!

Litla hafmeyjan hljóðmynd - Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir / Hreiðar Már Árnason / Salóme R. Gunnarsdóttir / Andrea Vilhjálmsdóttir
00:00 / 00:00
bottom of page