top of page
13184573_10154279211777203_376697754_o.j

2016

Madhvít var útskriftarverkefni mitt af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og var sýnt í Tjarnarbíó.

Flytjendur og meðhöfundar: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Gígja Sara Björnsson og Lóa Björk Björnsdóttir. 

Tattoo listamaður og performer: Jóhann Ingi Skúlason

Umfjöllun í fjölmiðlum

Útvarpsviðtal í Víðsjá 23.mai 2016

Madhvít í Víðsjá 23.maí 2016 - Unknown Artist
00:00 / 00:00

Í verkinu tókust flytjendur á við feminíska tilvist kvenna á sviði og samband áhorfandans við þær spegilmyndir sem birtar voru fyrir augum áhorfenda. Verkið var formgerðartilraun sem leitaðist við að þenja út sambandið á milli flytenda og áhorfenda og samband áhorfandans við leikhúsið sjálft sem fyrirbæri.

 

Í ævintýrinu er Mjallhvít hrakin að heiman vegna fegurðar sinnar en fær hæli hjá dvergunum sjö í stað fyrir vinnuframlag og vegna þess að hún er falleg. Á meðan dvöl hennar stendur í dvergahúsinu lætur Mjallhvít plata sig í þrígang af vondu drottningunni svo hún fellur í dá. Í þriðja skiptið leggja dvergarnir Mjallhvít í glerkistu þar sem hún liggur þar til ungur prins kemur og kyssir hana.

Sagan var fyrir okkur á margan hátt táknræn fyrir stöðu kvenréttinda í vestrænu samfélagi eins og Íslandi. Verkið var því tilraunavettvangur til að rannsaka þetta tiltekna ævintýri og mæta því sem ungar konur í samtímanum. Madhvít var því tilraun til að fara handan við hversdagslega umræðu um feminisma og stöðu kvenna í samfélaginu. Markmið verksins var ekki að setja fram pólitískan rétttrúnað heldur að skapa aðstæður á sviði sem kalla fram ólík viðbrögð áhorfenda. Það er gert með því að hvetja áhorfandann til að taka þátt í gagnrýnni hugsun um það sem kemur viðkomandi fyrir sjónir. Áhorfandanum er boðið að hafa skoðanir með því að skrifa niður gagnrýni, hrós, túlkanir og skoðanir á klukkustunda fresti. Með þeim hætti er áhorfandinn innlimaður inn í performatíska athöfn þar sem áhorfandanum gafst tækifæri til að gera sér grein yfrir afstöðu sinni gagnvart okkar tilraunum um leið og viðkomandi performeraði sjálfan sig sem áhorfanda í þessu ákveðna umhverfi. Að því loknu voru skilaboðin af miðunum lesin upp af flytjendum verksins sem lögðu einstaklingsbundið mat á orðin á miðanum eftir hentisemi þess augnabliks.

Madhvít (fyrri hluti)  (2016)
Play Video
bottom of page