top of page
IMG_0527_edited.jpg

2008-2010

Malla kenndi fólki að skoða á sér píkuna.

Hlekkur á BA-ritgerð í þjóðfræði. Trúðboð sannleiksengla á Íslandi: Hefðbundin list trúða fyrr og nú.

Malla trúður fæddist í götuleikhúsi Hins hússins sumarið 2008 undir leiðsögn Ólafs Guðmundssonar. Malla tróð síðan upp við ýmis tækifæri eins og á árshátíðum og málþingum í um tvö ár. Haustið 2009, hóf ég nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands þar sem ég fór að setja trúðinn í samhengi við hinar ýmsu kenningar sem urðu á vegi mínum í náminu. Það endaði með því að ég skrifaði BA-ritgerð í þjóðfræði um trúða sem ber titilinn ,,Trúðboð sannleiksengla á Íslandi: Hefðbundin list trúða fyrr og nú" og er hún aðgengileg á Skemmunni. Á húmorþingi í Hólmavík á vegum Þjóðfræðistofu hélt ég erindi um trúða og húmor og var Malla óvæntur leynigestur. Í tengslum við sýninguna ,,Að drekka mjólk og elta fólk” sem sett var upp í Hafnarborg í september 2010 stóð Þjóðfræðistofa fyrir málþingi um húmor sem tæki í samfélagsrýni og valdabaráttu þjóðfélagshópa. Þar flutti ég gjörning og fyrirlestur um trúða. 

bottom of page