top of page
Screen Shot 2018-04-08 at 22.43.32.png

2018

​

Samfélagsvon gjörningur á Reykjavík Grapevine Grassroots °4 kvöldi á Húrra

13. mars 2018.

​

Performerar og höfundar: Lóa Björk Björnsdóttir og Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Video: Birnir Jón Sigurðsson

Kóreografía: Erla Rut Mathiesen

Tónlist: Ragnheiður Erla Björnsdóttir

Samfélagsvon er yfirheiti yfir listræna rannsókn. Okkur langar að komast betur að því hvað geti skapað von á meðal fólks. Í samfélagi þar sem almenn velmegun ríkir og hörmungarfréttir annars staðar að úr heiminum dynja yfir getur verið erfitt að fóta sig og finna fyrir von. Hugmynd þessi sprettur fram sem hugsanlegt mótsvar við kapítalísku þunglyndi. Þetta verkefni er m.a. innblásið af listamönnunum James Leadbitter og Jessicu Huber, sem vinna að því að koma lögum um von inn í svissnesku stjórnarskránna. Við teljum þessa rannsókn og tilraunir nauðsynlegar sem undirstöðu fyrir næstu verkefni okkar. Okkur langar að byrja á því að halda athöfn og afhjúpa nýyrðið samfélagsvon og fá viðstadda til að eiga við okkur í umræðum um hvað orðið gæti þýtt.

bottom of page