top of page

Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur.

Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. 

Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.

Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Sigríður Thorlacius söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.

Meira efni á heimasíðu Þjóðleikhússins

2021

Handrit og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson

Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Tónlist og tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Lýsing: Halldór Örn Óskarsson

Sýningarstjórn og umsjón: Guðmundur Erlingsson

Leikgervadeild, yfirumsjón: Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

Leikarar: 

Birgitta Birgisdóttir

Ilmur Kristjánsdóttir

Oddur Júlíusson

​Hákon Jóhannesson

Artboard-1-copy-20.jpg
bottom of page