top of page
20248197_10211506956203758_1746538067328
20638184_118061388848975_548438545038251

2017

My House var lokaverk Hrefnu Lindar Lárusdóttur frá alþjóðlegu meistaranámi í sviðslistum í Listaháskóla Íslands.

Performerar: Hrefna Lind Lárusdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon.

Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir.

Video: Sigurður Unnar Birgisson. 

Ljósmyndir: Laufey Elíasdóttir.

​Tónlist: Hrefna Lind Lárusdóttir og Pétur Eggertsson.

Upplifunarverk Hrefnu Lindar fór fram á Karolina Fund og í heimahúsi hennar að Sólvallagötu. Hér að neðan má finna upptöku af viðburðinum (útgáfu EP plötunnar My House) á video ásamt myndböndum við lög af EP plötunni og viðtal við leigjandann Stefán.

Umfjöllun í fjölmiðlum: ​

DV 31. júlí 2017 hér

​Vísir 10. ágúst 2017 hér

My House er 40 daga upplifunarverk Hrefnu Lindar um húsnæðismarkaðinn í Reykjavík. Hún er nýskilin og einstæð móðir sem er að reyna að fjármagna íbúð sína í Vesturbænum. Vertu með, þetta er hægt - hún er með plan!

Hún hefur því í sjálfsbjargaðviðleitni samið lög um ástandið, búið til tónlistarmyndbönd, þróað tequila-hugleiðslu fyrir vinahópa og hyggst setja saman EP-hljómplötu til að safna fyrir íbúðinni. Allt þetta og fleira verður í boði fyrir þá sem taka þátt í söfnun Hrefnu – leggðu þitt af mörkum og prófaðu tequila-hugleiðslu eða komdu í heimsókn í epískt partí! 

Ef nógu margir eru í stuði fyrir heimilislega og frumlega list Hrefnu mun hún geta staðið straum af framleiðslukostnaði við viðburðina og kemst nær því að geta borgað barnsföður sinn út úr íbúðinni. Hjálpum Hrefnu! – þetta er hægt!

My House

Hrefna Lind Lárusdóttir
My House
My House
04:31
Play Video
Coffee Makes the Conversation
04:41
Play Video
My house  (2017)
53:59
Play Video
bottom of page