top of page
VH_Þjodl_Allt-leikarid.png

2019


Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 2. febrúar.

Opnunarsýning Act Alone í ágúst.

Sýningaferðalag í samstarfi við Þjóðleikhúsið hringinn í kringum landið fyrir alla nemendur á efsta stigi grunnskóla um allt land.

Höfundur og leikkona: María Thelma Smáradóttir
Leikstjórn, dramatúrgía og meðhöfundar:
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Kara Hergils
Ljósahönnun: Hafliði Emil Barðason og Kjartan Darri Kristjánsson
Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Leikmynd og búningar: Eleni Podara

Framleitt af Trigger Warning. 

Upphaflega styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti - leiklistarráði.

Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Árið 2019 stendur dóttir hennar á leiksviði í Þjóðleikhúsinu, fyrsta konan af asískum uppruna sem útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands.

Í leiksýningunni Velkomin heim segir leikkonan María Thelma Smáradóttir sögu móður sinnar, fjallar um líf hennar í Taílandi og reynslu hennar þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir 28 árum.

Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima neins staðar í Taílandi. Á Íslandi leið henni eins og hún væri komin heim, og þó þekkti hún hér engan fyrir og talaði ekki tungumálið. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? Hvað er heimaland? 

Viðtöl við aðstandendur

Umfjallanir í fjölmiðlum

​RÚV Menning - Umfjöllun/Viðtal

Screen Shot 2019-02-27 at 20.32.51.png

​RÚV Menning - Gagnrýni

Screen Shot 2019-02-27 at 20.20.26.png

Útvarp 101 Múslí - Viðtal

Screen Shot 2019-03-01 at 18.13.52.png

- SJ, Fréttablaðið

52543492_1004029709795374_10305510960005
bottom of page