top of page
15621623_10211407061555201_8749072399817

2017

Framleitt af Trigger Warning í samstarfi við Borgarleikhúsið.

Styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneyti - leiklistarráði.

Listrænn stjórnandi: Kara Hergils
Höfundar: Hannes Óli Ágústsson, Kara Hergils og Halla Þórlaug Óskarsdóttir í samstarfi við leikhópinn
Leikstjóri: Pétur Ármannsson
Leikari: Hannes Óli Ágústsson
Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson
Leikmynd: Þórdís Erla Zöega

Hannes Óli Ágústsson leikari upplifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba" en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum sínum tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét. 

Umfjallanir í fjölmiðlum

- SJ, Fréttablaðið

RÚV Kastljós menningin - gagnrýni:

15975201_10156194647732925_2696665281523
Screen Shot 2019-03-01 at 19.55.20.png
bottom of page