top of page
69304380_2403877262991232_42482376395026

„Ég er að skrifa gegn myrkrinu í heiminum,“ sagði Auður Ava Ólafsdóttir þegar hún hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir skáldsöguna Ör, sem kom út árið 2016. Skáldsagan spratt á sínum tíma af uppkasti Auðar Övu að leikriti sem hún hefur nú lokið við að semja. Leikritið er sjálfstætt verk sem lýtur eigin lögmálum, þótt það byggist á sama grunni og skáldsagan.

 

Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Eða hvað á kona við þegar hún segir við karlmann að hann rekist utan í sjóndeildarhring hennar?

 

Leikritið ÖR (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni.

2019

Leikstjórn og leikgerð: Ólafur Egill Egilsson

Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

Myndband: Elmar Þórarinsson

Tónlist: Damien RiceLeikmynd

Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson

Leikgervi: Valdís Karen Smáradóttir

Aðstoðarleikstjórn og dramatúrgía: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir

Leikarar:

Baldur Trausti Hreinsson

Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Birgitta Birgisdóttir

Pálmi Gestsson

Hildur Vala Baldursdóttir

bottom of page